Magic Mask er peel off andlitsmaski sem myndar gelgrímu á andliti sem er í senn frískandi fyrir húðina og virkar strax. Maskarnir okkar gefa húðinni raka, draga úr bólgum, minnka opnar húðholur og gefa húðinni einstakan ljóma og birtu. 

 Maskinn kemur óblandaður í formi dufts sem blandað er í vatn og hrært saman í sirka 5 mínútur áður en maskinn er borinn á andlit. Maskinn má fara yfir augu og er einstaklega góður til að losna við þrota á augnsvæði ásamt því að hann festist ekki í augnhárum og flettist auðveldlega af.

Magic Mask leggur upp úr að bjóða gæðamaska fyrir andlit sem eru auðveldir í notkun.