Magic Mask er gelmaski sem færir þér nýjungar á sviði húðumhirðu sem er í senn frískandi fyrir húðina og virkar strax. Maskar okkar gefa húðinni raka, draga úr bólgum, minnka svitaholur og gefa húðinni einstakan ljóma og birtu. Hjá okkur finnur þú rétta húðmeðferð fyrir þína húð og húðumhirðu.

Fyrirtækið leggur upp úr að bjóða gæðamaska fyrir andlit sem eru umhverfisvænir í alla staði og eru auðveldir í notkun. Maskinn kemur óblandaður í formi dufts sem blandað er í vatn fyrir notkun og er hugsunin á bakvið það að vera ekki að flytja óþarfa þyngd og ummál af vöru víðsvegar um heim og spara þannig umhverfisspor vörunnar. Við vonum að viðskiptavinir okkar kunni að meta þessa umhverfishugsun okkar og hjálpi okkur að hugsa vel um umhverfi okkar og samfélag.

Magic Mask hjálpar þér að líða vel og að halda húðinni hreinni með fallegum ljóma – alla daga og alls staðar!